19.12.2008 | 18:08
Hræðslumerki?
Ég hef nú ekki lesið allt viðtalið og venjulega taka íþróttafréttamenn fyrirsagnir úr samhengi til að gera þær aðeins dramatískari, en er ekki undarlegt að Ramos segist frekar hafa viljað sleppt Liverpool? Auðvitað hugsar Benitez/Sammy Lee, Mourinho og Fergie það sama en maður sér þá ekki viðurkenna það. Þeir segja allir 'frábært að fá svona stórt lið sem mótherja osfr...'
Ramos sýnir smá hræðslu. Ég veit ekki alveg hvort að Calderon sé hrifinn af svona kommentum, ég meina Schuster var loksins rekinn fyrir að segjast ekki geta unnið Barca á Nou Camp (en Ramosi var fagnað þegar hann kom aftur til Madrid eftir 0-2 ósigur.. ha?), þó að dagar Schusters voru svo sem alveg taldir hvort sem er.
Allavega er ég sem púllari sáttur, vegna þess að MU og Chelsea hafi fengið erfiða andstæðinga. Ég er nokkuð á því að við tökum Madrid, en það hefði nú alveg verið hægt að fá betri andstæðing, og þar er ég alveg sammála Ramos
Ramos hefði viljað sleppa við Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2008 | 22:10
Auðvitað vill engin þjóð framselja okkur fanga
Þrettán Íslendingar í fangelsi erlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2008 | 21:56
Hverskonar frétt er þetta?
Þetta Actim módel er svo gjörsamlega tilgangslaust, ég býð fólki sem veit meira en ungabarn um fótbolta (þú þarft ekki einu sinni að vita hversu margir eru í liði) til að skoða stigagjöfina og hugsa aðeins um hvernig stigin eru gefin.
Betri frétt væri að blaðamenn væru farnir að taka mark á tölfræðimódelum sem eru álíka góð að dæma frammistöðu leikmanna og Mark Lawrenson er að tippa á Úrvalsdeildina
Grétar Rafn fyrir ofan Cristiano Ronaldo | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Gísli Pálsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar